Um Nótu
Nóta ehf. var stofnuð í lok árs 2012 og hefur síðan þá vaxið jafnt og þétt. Fjöldi einyrkja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka nýta sér aðalþjónustu Nótu sem er reikningagerð.
Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar því án þeirra koma engar tekjur inn. Ef þú vilt koma fjármálunum í lag er fyrsta skrefið að hafa röð og reglu á reikningunum. Mikilvægt er að rétt sé staðið að reikningagerð, reikningar séu löglegir og að þeir séu sendir út eins fljótt og auðið er.
Reikningar Nótu eru gerðir í viðurkenndu bókhaldskerfi og því senda viðskiptavinir Nótu löglega og faglega sölureikninga til sinna viðskiptavina. Reikninga er hægt að senda í tölvupósti, bréfpósti og eða fá hann einungis á heimasvæði til útprentunar. Einnig er hægt að senda inn kröfu sem birtist í netbanka viðskiptavina. Á heimasvæði Nótu má alltaf nálgast afrit útsenda reikninga og yfirlit.
Á meðal annarra þjónusta sem Nóta býður upp á er Ráðgjöf, fruminnheimta og bókun innborgana.
Nóta er dótturfyrirtæki VIRTUS bókhald og ráðgjöf ehf. sem byggir á yfir 30 ára reynslu af bókhaldsþjónustu en þar starfar teymi viðurkenndra bókara og rekstrarráðgjafa. Samvinna starfsmanna VIRTUS og Nótu ehf. tryggir að ávallt sé veitt besta möguleg þjónusta.
Einfaldaðu líf þitt og sendu út betri reikninga á Nóta.is
- Kennitala: 560511-0510
- VSK númer: 108518