Betri reikningar
Hluti af
Kaupmannahöfn Osló Helsinki Reykjavík Stokkhólmur
Tallin Riga Vilnius

Reikningagerð

Þú fyllir út sölureikning hvar og hvenær sem er í tölvu, spjaldtölvu eða farsíma. Nóta.is sendir greiðandanum reikninginn í tölvupósti eða í bréfpósti með eða án kröfu í netbanka, allt eftir þínum óskum. Þú getur alltaf séð yfirlit útsendra reikninga og yfirlitin einfalda öll framtalsskil til muna.

Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar því án þeirra koma engar tekjur inn. Ef þú vilt koma fjármálunum í lag er fyrsta skrefið að hafa röð og reglu á reikningunum. Mikilvægt er að rétt sé staðið að reikningagerð, reikningar séu löglegir og að þeir séu sendir út eins fljótt og auðið er.

Rafrænir reikningar

Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir taka aðeins við reikningum í rafrænum formi. Reikningar í XML formi eru rafrænir reikningar og í samstarfi við Inexchange ehf. sendir Nóta ehf. út rafræna reikninga fyrir viðskipti sína.

Hægt er að nálgast meiri upplýsingar á vef Fjársýslu ríkisins

Frum- og milliinnheimta

Við erum ekki innheimtufyrirtæki, en við getum hjálpað þér með fyrsta skrefið í innheimtu sem dugar í flestum tilvikum þ.e. símtal, sms eða senda áminningu í tölvupósti.

Ef þörf er á frekari innheimtu mælum við með sérhæfðum innheimtufyrirtækjum eða lögmönnum sem sérhæfa sig í innheimtu.

Ráðgjöf

Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum Nótu um reikningagerð, frádráttarbæran kostnað og annað sem allir verktakar þurfa að vita.

  • Ert þú að tapa peningum á ónýttum innskatti og kostnaði?
  • Átt þú að skila virðisauka árlega eða á tveggja mánaða fresti?
  • Hvað færð þú af útseldri vinnu og hvað fer mikið í skatta og gjöld?
  • Hvað er rétt virðisaukaskattsprósenta eða er þjónustan undanþegin virðisaukaskatti?

Fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga, verktaka og lítilla fyrirtækja hefur aukist mjög á Íslandi.
Margir kunna lítið í bókhaldi og þekkja ekki skyldur sínar og rétt samkvæmt lögum.
Sumir hafa bæði meiri áhyggjur og minna á milli handanna vegna þess.

Skuldunautabókhald

Hjá Nótu getur þú beðið um að fá uppfærslu á innborgunum hvort sem það eru greiddar kröfur eða millifærslur. Ávinningur þess að bóka innborganir er sá að þú hefur betri yfirsýn yfir stöðu viðskiptavina og sent afstemmt yfirlit til þeirra sé þess óskað.