Betri reikningar
Hluti af
Kaupmannahöfn Osló Helsinki Reykjavík Stokkhólmur
Tallin Riga Vilnius

Almennt

Nóta er þjónustufyrirtæki fyrir rekstraraðila. Nóta er til heimilis að Skipholti 50d og kennitala félagsins er 560511-0510.
Tilgangur þjónustu er að bjóða rekstraraðilum upp á netlausnir í reikningagerð og fleiri tengdum vörum og þjónustum.

Notkunarreglur:

Nóta er eingöngu milligönguaðili við útgáfu reiknings og ber sem slíkur ekki ábyrgð á efni reiknings. Sú ábyrgð hvílir alfarið á útgefanda reikningsins. Komi upp ágreiningur um innihald reiknings ber útgefanda og greiðanda að leysa úr slíkum ágreiningi sín á milli.

Greiðsluskilmálar:

Reikningstímabil fyrir notkun er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Gjalddagi reikninga er síðasti dagur mánaðarins og eindagi reiknings er 15 dögum síðar. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir viðskiptavinur dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags, skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Varðandi gjald fyrir útskrift reikninga er vísað til gjaldskrár Nótu.

Trúnaðarupplýsingar:

Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd.

Takmörkun/lokun fyrir aðgang og eyðing upplýsinga:

Komi til lokunar á aðgangi viðskiptavinar eru upplýsingar vistaðar í 12 mánuði. Viðskiptavinur getur nálgast upplýsingar á þeim tíma. Ef viðskiptavinur er í vanskilum er hægt að nálgast upplýsingar gegn greiðslu vangoldinnar skuldar ásamt tilheyrandi kostnaði.

Að 12 mánuðum liðnum er upplýsingum eytt.

Viðskiptavini er gerð grein fyrir fyrirhugaðri lokun og fyrirhugaðri eyðingu upplýsinga.

Nóta áskilur sér rétt til að loka aðgangi viðskiptavinar ef engin hreyfing hefur átt sér stað í tólf mánuði samfellt. Viðskiptavini er gerð grein fyrir því áður.

Misnoti viðskiptavinur þjónustu Nótu með því t.d. að búa til reikninga fyrir þjónustu eða vöru sem ekki hefur verið veitt eða seld, áskilur Nóta sér rétt til að loka aðgangi viðskiptavinar og tilkynna mögulega misnotkun til viðkomandi yfirvalda.

Nóta áskilur sér rétt til að loka aðgangi viðskiptavinar þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd. Þegar skuld hefur verið greidd og opnað hefur verið fyrir aðgang bætist opnunargjald (skv. verðskrá) á næsta reikning.

Ágreiningur:

Komi til ágreinings milli Nótu og viðskiptavinar skulu aðilar kappkosta að leysa sérhvern ágreining með samkomulagi. Þó skal hvorum aðila heimilt að vísa ágreiningi til almennra dómstóla og mál vegna hans má ávallt reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.