Vinnur þú sjálfstætt?

 

Þá er Nóta.is fyrir þig.

 

Nóta var stofnuð til að einfalda líf fólks sem vinnur sjálfstætt og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem vilja senda út löglega reikninga á hraðan og þægilegan hátt, fá þá greidda hratt og vel og hafa betri yfirsýn og skipulag á fjármálunum.

 

Aðalþjónusta Nótu er rafræn reikningagerð á netinu. Þú fyllir út sölureikning hvar og hvenær sem er í tölvu, spjaldtölvu eða farsíma. Nóta.is sendir greiðandanum reikninginn samdægurs í tölvupósti eða í pósti, með eða án kröfu í heimabanka, allt eftir þínum óskum. Þú getur alltaf séð yfirlit útsendra reikninga og yfirlitin einfalda öll framtalsskil til muna.

 

Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar því án þeirra koma engar tekjur inn. Ef þú vilt koma fjármálunum í lag er fyrsta skrefið að hafa röð og reglu á reikningunum. Mikilvægt er að rétt sé staðið að reikningagerð, reikningar séu löglegir og að þeir séu sendir út eins fljótt og auðið er.

 

Nóta býður líka upp á bókun innborgana til þess að þú getir verið með á hreinu hver staðan á greiðslum til þín er hverju sinni og fruminnheimtu, en við getum hjálpað þér með fyrsta skrefið í innheimtu sem dugar í flestum tilvikum, þ.e. símtal, tölvupóstur eða sms.

 

Ráðgjöf hjá sérfræðingum Nótu um reikningagerð, frádráttarbæran kostnað og annað sem allir sjálfstætt starfandi þurfa að vita getur sparað þér bæði tíma og peninga. Fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga, verktaka og lítilla fyrirtækja hefur aukist mjög á Íslandi. Margir kunna lítið í bókhaldi og þekkja ekki skyldur sínar og rétt samkvæmt lögum.

 

Röð og regla á reikningunum og góð ráðgjöf getur margborgað sig og hjálpað mörgum að leggjast áhyggjulausir á koddann að loknum vinnudegi.

 

Hjá Nótu borgar þú ekkert mánaðargjald heldur bara fyrir þá þjónustu sem þú notar. Reikningar eru sendir úr löglegu bókhaldskerfi samkvæmt reglugerð og við hýsum öll gögn og upplýsingar á öruggan hátt og þú hefur aðgang að þeim hvenær sem er.

 

Einfaldaðu líf þitt og sendu út reikningana þína á Nóta.is.

 

Viðskiptum við Nótu fylgja tvö símtöl við ráðgjafa.

 

Nóta er dótturfyrirtæki VIRTUS sem byggir á yfir 30 ára reynslu af bókhaldsþjónustu en þar starfar teymi löggiltra endurskoðenda, bókara, lögmanna og rekstrarráðgjafa. Samvinna starfsmanna VIRTUS og Nótu ehf. tryggir að ávallt sé veitt besta möguleg þjónusta.

 

Aðrir eigendur Nótu ehf. eru L81 ehf. – móðurfélag VIRTUS, Gunnar Fjalar Helgason og Atli Rafn Viðarsson

 

Nóta ehf. var stofnuð í lok árs 2012.

Kennitala 560511-0510   VSK númer 108518

 

 
Skipholt 50d 571-0200 nota@nota.is Nóta á facebook